Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 17. nóvember


Alls greindust sjö einstaklingar með Covid-19 smit á Íslandi gær, og var einn þeirra ekki í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Nýgengi smita er nú 61,1 og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september.

Á Vesturlandi eru 15 í einangrun og 22 í sóttkví vegna Covid-19. Þar af eru 13 á Akranesi í einangrun á Akranesi og 16 í sóttkví. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.