Alls greindust 15 Covid-19 smit á landinu í gær og er það mesti fjöldi smita á undanförnum sjö dögum. Alls voru 13 í sóttkví sem greindust með Covid-19.
Í gær voru tekin 750 sýni innanlands sem er svipaður fjöldi sýna og undanfarna daga.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2020/11/Screen-Shot-2020-11-21-at-11.34.33-AM-1132x670.png)
Á Vesturlandi eru 12 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og aðeins 9 eru í sóttkví.
Í gær voru 11 í einangrun á landshlutanum vegna Covid-19 samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Vesturlandi.
![](http://localhost:8888/skagafrettir/wp-content/uploads/2020/11/126138697_1912130375603127_302375087763861062_n.png)
![](http://localhost:8888/skagafrettir/wp-content/uploads/2020/11/Screen-Shot-2020-11-21-at-11.34.33-AM-1024x438.png)