Allar líkur eru á því að fjarkennslusnið verði í janúar og febrúar hjá nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Þetta kemur fram í skilaboðum sem nemendur fengu frá skólameistaranum í síðustu viku.
Í skilaboðunum frá Steinunni Ingu Óttarsdóttur þakkar hún nemendum fyrir að sýna þolgæði og æðruleysi í mótlæti á haustönn 2020.
„Nú lítur út fyrir að bólusetning geti hafist eftir áramót. Það tekur um einn mánuð frá bólusetningu fyrir mótefnið að virka. Líklegt er því að við verðum áfram með fjarkennslusnið að mestu í bóknámi og að hluta í verknámi í amk janúar og febrúar 2021. Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að hefja staðnám fyrir alla hópa í FVA í byrjun mars,“ segir m.a. í tilkynningunni frá Steinunni til nemenda FVA.