Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Jakob Svavar Sigurðsson er fæddur árið 1975 og æfir með Hestamannafélaginu Dreyra.
Jakob er einn af bestu íþróttaknöpum á landinu og hefur skipað sér í fremstu röð í íþróttinni í mörg ár og unnið marga Íslandsmeistaratitla auk heimsmeistaratitils.
Hann er agaður keppnismaður, en þó ávallt prúður og til fyrirmyndar. Hann hefur hlotið mörg verðlaun fyrir góða reiðmennsku og prúðmennsku. Jakob sýnir hesta sína af öryggi og hefur fumlaust og létt taumsamband við hrossin sem undirstrikar hæfileika hestsins.
Jakob Svavar er fyrirmynd allra þeirra sem vilja ná árangri á vettvangi hestaíþrótta.
Helstu afrek Jakobs Svavars á Íslandi á árinu:
Sigurvegari í einstaklingskeppni meistaradeildarinnar í hestaíþróttum árið 2020 með eftirfarandi árangri:
1. sæti í fimmgangi.
1. sæti í fjórgangi.
5. sæti í tölti.
1. sæti í fjórgangi á íþróttamóti Sleipnis.
4. sæti í tölti T1 á íþróttamóti Sleipnis.
1. sæti í tölti T1 á opnu síðsumarsmóti Sleipnis.
1. sæti í fjórgangi á opnu síðsumarsmóti Sleipnis.
1. sæti í tölti T2 á opnu síðsumarsmóti Sleipnis.
2. sæti í fjórgangi á Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum.
3. sæti í tölti T2 á Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum.
4. sæti í tölti T1 á Reykjavíkurmeistaramótinu í hestaíþróttum.
Hvernig stendur Jakob Svavar sig á landsvísu?
Jakob Svavar er í landsliðshópi LH en hann skipa 19 afreksknapar í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis og erlendis. Hann er í 12. sæti á heimslista (World Ranking) FEIF (alþjóðasamtök íslenska hestsins) í tölti. FEIF WorldRanking er byggður upp á þremur hæstu einkunnum eða tímum á hverju WR móti síðustu tveggja ára eða 730 daga. Niðurstöður eru gildar á þessu 730 daga tímabili og er tekið meðaltal hæstu þriggja einkunna.