Í dag mánudaginn 11. janúar hófst kennsla á ný með hefðbundnum hætti í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Nemendur mættu í skólann á ný til þess að fara í kennslustundir eftir margra mánaða fjarkennslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FVA.
Einhverjar takmarkanir verða enn til staðar í FVA og má þar nefna að 30 nemendur geta verið á sama tíma í mötuneytinu, það sama gildir um bókasafn skólans en nánari útlistun á reglunum eru hér fyrir neðan.
Sóttvarnir frá 11. janúar 2021
- Grímuskylda (afhentar á staðnum). Spritt og handþvottur. Forðumst snertingu.
- Það þarf ekki lengur að fara út til að fara í nýtt sóttvarnarhólf
- Sprittstöð er við milli-innganga í skólanum. Allir staldra þar við og spritta sig
- Gangar og anddyri eru samgönguæðar en þar skal ekki hópast saman. Hægri umferð á göngunum!
- Kennslustofur standa opnar, fyrsti nemandi inn sest innst
- Við hjálpumst öll að, kennarar og nemendur, við að sótthreinsa snertifleti í kennslustofum!
- Stofur fyrir bóknám verða settar inn í Innu í dag, föstudag.
- Og minnt er á : handþvottur er frábær smitvörn!
Eftirfarandi fjöldatakmarkanir gilda í FVA:
- 30 mega vera í mötuneyti í einu, í þremur hólfum, forðist raðir og hópamyndun. Heitur matur. Langlokur til sölu í löngu frímínútum
- 30 mega vera á bókasafni (2 m / gríma), forðist hópamyndun
- Tölvuverið er opið (2 m / gríma), hver og einn sprittar lyklaborð og mús
- Heimavist er opin en grímuskylda í sameiginlegum rýmum, heimilt að nýta eldhús eftir kl 17 ef allir sótthreinsa snertifleti jafnóðum