Þorrablót Skagamanna 2021 fer fram laugardaginn 23. janúar. Undirbúningur hefur staðið yfir í langan tíma og gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir Blótinu sem verður einstakt í alla staði – og líklega það fjölmennasta frá upphafi.
Blótinu verður streymt í beinni í útsendingu á youtube – og Karen Lind Ólafsdóttir, sem er í þorrablótsnefndinni – útskýrir hér á mannamáli hvað Skagamenn nær og fjær þurfa að gera til að missa ekki af neinu á laugardaginn.
Það er að ýmsu að hyggja fyrir þá sem ætla sér að taka þátt – það þarf að kaupa miða á Tix.is – smelltu hér.
Þorrablótið verður í beinni útsendingu frá kl. 18:30 á Youtube – en til þess að geta tekið þátt þarf að kaupa miða eins og áður segir – og virkja streymið. Allar upplýsingar um hvernig virkja á streymið má finna á miðanum þegar hann er keyptur.
Ef þú ert í vandræðum, hafðu þá samband: [email protected] eða í spjalli á á facebook: Þorrablót Skagamanna. Tæknimenn svara eins hratt og auðið er.