Eitt Covid-19 smit greindist á Íslandi í gær og var sá einstaklingur í sóttkví. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mörg sýni voru tekin á landinu eða landamærum.
Upplýsingar um smit og sýnatöku eru ekki lengur birtar á upplýsingasíðunni covid.is um helgar.
Á Vesturlandi er staðan óbreytt hvað Covid-19 smit varðar en 3 einstaklingar eru í einangrun vegna smits. Hinsvegar er töluverð fjölgun í fjölda einstaklinga í sóttkví. Alls eru 13 í sóttkví á Vesturlandi, þar af 9 í Borgarnesi og 4 á Akranesi. Það hafa því 10 aðilar bæst í hópinn í Borgarnesi og 2 á Akranesi.