Halla Marta er nýr skipulagsfulltrúi hjá Akraneskaupstað

Halla Marta Árnadóttir var nýverið ráðin í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Akraneskaupstað.

Staðan var auglýst í nóvember s.l. og tekur Halla Marta við stöðunni í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Halla Marta lauk BA námi í arkitektúr frá Machintosh school of Architecture við Glasgow School of Art árið 2017 og framhaldsnámi í arkitektúr frá sama skóla árið 2020.

Halla Marta hefur starfað hjá Bj.Snæ arkitektum og Plús arkitektum. BA ritgerð hennar fjallar um skipulag og hönnun sjávarbæja á Íslandi og þar skoðaði hún sérstaklega myndun byggða á tímum sjávarútvegs og núverandi stöðu bæja með ferðaþjónustu í huga.