ÍA mætir Blikum í úrslitaleik í kvöld – hér getur þú horft á leikinn

Karlalið ÍA í knattspyrnu leikur í kvöld til úrslita gegn liði Breiðabliks í Fótbolti.net mótinu.

Þessi lið mættust einnig í fyrra í úrslitaleik þessa sama móts – þar sem að ÍA sigraði í eftirminnilegum leik -5:2.

Breiðablik hefur verið sigursælt á þessu móti en liðið sigraði síðast árið 2019 en það var jafnframt í fjórða sinn sem Kópavogsliðið sigrar á þessu móti (2015, 2013 og 2012).

Leikurinn fer fram á gervigrasvelli Breiðabliks á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kr. 20.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á BlikarTV.

Hér fyrir neðan er hlekkur á leikinn.