Stofnfundur félags hinsegin fólks á Vesturlandi. fór fram í gær. Á fésbókarsíðu félagsins kemur fram að stofnfundurinn hafi verið skemmtilegur – og að tilhlökkun ríki hjá félagsmönnum.
Fésbókarsíða félagsins er hér:
Félagið er opið öllu hinsegin fólki, aðstandendum þeirra og velunnurum. Markmið félagsins er meðal annars að standa fyrir viðburðum, fræðslu og ráðgjöf á öllu Vesturlandi
Guðrún St. Guðbrandsdóttir er forseti félagsins, meðstjórnendur eru þeir Ingvar Breiðfjörð Skúlason og Alexander Aron Guðjónsson meðstjórnendur. Arnaldur Máni Finnsson, Bragi Þór Gíslason og Kristín Halldóra Kristjánsdóttir eru varamenn í stjórn félagsins.
Þeir sem vilja skrá sig í félagið geta gert það hér –
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði fundinn. Stofnendur Hinseginleikans, þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, stofnendur Hinseginleikans tóku einnig þátt.
Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála í Þorpinu hjá Akraneskaupstað ávarpaði einnig fundargesti.