Keppendur frá Sundfélagi Akraness náðu fínum árangri á fjölmennu sundmóti sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppendur voru alls tæplega 250 og komu þeir frá 14 mismunandi félögum.
ÍA sendi 13 keppendur sem voru allir 14 ára eða eldri. Í tilkynningu frá félaginu segir að keppendur ÍA hafi náð góðum árangri eftir strangar æfingar undanfarnar vikur. Mótið var hluti af undirbúningi fyrir Íslandsmótið – sem er nú í uppnámi vegna hertra reglna vegna Covid-19 faraldursins.
Sundfólkið frá ÍA bætti árangur sinn í 45 sundum af alls 58 sem er mjög góður árangur.
Helstu úrslit:
2. sæti og silfurverðlaun:
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, 200 metra fjórsund í 16-17 ára flokki.
3. sæti og bronsverðlaun:
Enrique Snær Llorens Sigurðsson, 200 metra flugsund í opnum flokki.
Karen Karadóttir, 200 metra bringusund í flokki 14-15 ára.
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, 200 metra bringusund í flokki 16-17 ára.
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, 100 metra baksund í flokki 16-17 ára.
Guðbjarni Sigþórsson, 100 metra skriðsund í flokki 15-16 ára.