Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar

Valgarður Lyngdal Jónsson mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í komandi Alþingiskosningum, Jónína Björg Magnúsdóttir skipar annað sætið og Sigurður Orri Kristjánsson er í þriðja sæti. Kjördæmisþing Samfylkingarinnar fór fram um s.l helgi þar sem að kosið var um hvernig framboðslistinn yrði skipaður.

Valgarður og Jóinína eru bæði búsett á Akranesi. Valgarður er forseti bæjarstjórnar Akraness en Jónína hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Guðjón S. Brjánsson – sem ákvað nýverið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Í Alþingiskosningunum árið 2017 fékk Samfyllkingin einn mann kjörinn á þing, Guðjón S. Brjánsson. Í þeim kosningum vantaði Samfylkingunni tæplega 1500 atkvæði til að koma öðrum þingmanni inn. Flokkurinn fékk 1681 atkvæði í síðustu kosningum til Alþingis og var með 10% fylgi í NV-kjördæmi árið 2017. Alls sitja 7 þingmenn úr NV-kjördæmi á Alþingi.

Úrslit úr NV-kjördæmi 2017

ÚrslitAtkvæðiHlutfallÞingm.
Björt framtíð1350,78%0
Framsóknarflokkur3.17718,42%2
Viðreisn4232,45%0
Sjálfstæðisflokkur4.23324,54%2
Flokkur fólksins9115,28%0
Miðflokkurinn2.45614,24%1
Píratar1.1696,78%0
Samfylkingin1.6819,74%1
Vinstrihreyfingin grænt fr.3.06717,78%1
Gild atkvæði samtals17.252100,00%7
Auðir seðlar og ógildir5823,26%
Ógildir seðlar38 0,21%
Greidd atkvæði samtals17.87283,04%
Á kjörskrá21.521
Kjörnir alþingismenn:
1. Haraldur Benediktsson (D)4.233
2. Ásmundur Einar Daðason (B)3.177
3. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)3.067
4. Bergþór Ólason (M)2.456
5. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D)2.117
6. Guðjón Brjánsson (S)1.681
7. Halla Signý Kristjándsdóttir (B)1.589
Næstir innvantar
Bjarni Jónsson (V)111
Eva Pandóra Baldursdóttir (P)420
Teitur Björn Einarsson (D)533
Magnús Þór Hafsteinsson (F)678
Sigurður Páll Jónsson (M)722landskjörinn
Gylfi Ólafsson (C)1.166
Guðlaug Kristjánsdóttir (A)1.454
Arna Lára Jónsdóttir (S)1.497