Hótelbygging á golfsvæðinu fær jákvæð viðbrögð hjá bæjaryfirvöldum

Forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis funduðu nýverið með skipulags – og umhverfisráði Akraneskaupstaðar þar sem að hugmyndir klúbbsins um hótelbyggingu á starfssvæði Leynis voru ræddar.

Þetta er í annað sinn sem Leynir fundar með ráðinu um þetta mál.

Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is hefur Snorri Hjaltason, byggingaverktaki og fjárfestir, sem á m.a. B59 hótelið glæsilega í Borgarnesi sýnt því áhuga að byggja hótel á Akranesi.

Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs kemur fram að ráðið tekur jákvætt í hugmyndir forsvarsmanna Leynis um að hefja skipulagsferli sem miðar að því að heimila hótelbyggingu á starfssvæði Golfklúbbsins Leynis.

Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Leynis, Pétur Ottesen formaður Leynis og Óli Björgvin Jónsson varaformaður Leynis, sátu fundinn.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/02/24/fjarfestir-og-hoteleigandi-synir-thvi-ahuga-ad-byggja-hotel-vid-golfvollinn/