Fasteignafélagið Orka ehf. hættir við að kaupa húseignina við Suðurgötu 108

Húseignin við Suðurgötu 108 var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs.

Fyrr á þessu ári var kauptilboð í eignina frá Fasteignafélaginu Orka ehf. samþykkt en á síðasta bæjarráðsfundi var samþykkt ósk frá kaupandanum að fá að falla frá kaupsamningi um eignina.

Nokkur tilboð bárust á sínum tíma í eignina en húsið er í Akraneskaupstaðar. Skiptar skoðanir hafa verið í bæjarráði um þá ákvörðun að hætta við að rífa húsið og setja það í söluferli. Í deiliskipulagi frá árinu 2017 var veitt heimild til þess að rífa húsið við Suðurgötu 108.

Suðurgata 108 hefur verið lengi til umræðu í „bæjarkerfinu“. Húsið hefur m.a. verið notað fyrir fundi AA samtakana og áhugaljósmyndafélagið Vitinn hefur einnig verið með aðstöðu í húsinu.

Húsið þarfnast mikils viðhalds og endurbóta – en lítið sem ekkert viðhald hefur verið á þessu mannvirki í mörg ár.

Mikil uppbygging er framundan á þessu svæði og umframeftirspurn var eftir lóðum við Suðugötuna þar sem að ný hús verða byggð á næstu misserum.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/31/nokkur-tilbod-hafa-borist-i-sudurgotu-108-sem-er-i-eigu-akraneskaupstadar/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/05/24/skiptar-skodanir-i-baejarradi-um-framtid-fasteignar-vid-sudurgotu-108/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/04/akraneskaupstadur-stefnir-a-ad-selja-nokkrar-vel-thekktar-fasteignir-ur-safni-sinu/