Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi


Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir fékk um 60% atkvæða í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins sem fékk tvo þingmenn kjörna í síðustu Alþingiskosningum. Haraldur Benediktsson sóttist einnig eftir efsta sæti listans en hann fékk 35% atkvæða. Alls greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu en gild atkvæði voru 2.233.

  1. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, 1.347 at­kvæði í fyrsta sæti.
  2. Har­ald­ur Bene­dikts­son, 1.061 at­kvæði í 1.-2. sæti.
  3. Teit­ur Björn Ein­ars­son, 1.190 at­kvæði í 1.-3. sæti.
  4. Sig­ríður Elín Sig­urðardótt­ir, 879 at­kvæði í 1.-4. sæti.

Eins og áður segir hlaut Þór­dís 60% at­kvæða í 1. sæti en Har­ald­ur 35%. Bæði sótt­ust eft­ir 1. sæt­inu. Af heild­ar­at­kvæðum fékk Þór­dís 85%, Teit­ur Björn, sem hafnaði í 3. sæti, fékk 62% og Har­ald­ur fékk 61%.