Mikill áhugi á viðureign Kára gegn stórliði KR – ertu búinn að tryggja þér miða?


Sigursælasta lið allra tíma í bikarkeppni KSÍ mætir í Akraneshöllina í kvöld þar sem að Kári frá Akranesi tekur á móti KR úr Reykjavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. KR hefur sigrað 14 sinnum í bikarkepninni, Valur kemur þar næst með 11 titla en ÍA er í þriðja sæti með 9 titla.

Mikill áhugi er á viðureigninni í kvöld og hafa forsvarsmenn Kára hafið forsölu á leikinn.

Smelltu hér til að tryggja þér miða.

Í tilkynningu frá Kára eru Skagamenn nær og fjær hvattir til að mæta og styðja við Káraliðið í þessum krefjandi leik. Aðeins 300 áhorfendur komast á leikinn og það er grímuskylda. Ársmiðar gild ekki á bikarleiki. Að venju verður kaffisala og pizzur verða einnig til sölu í veitingasölunni.

Síðast þegar Kári mætti liði úr efstu deild, var 2018 í 16-liða úrslitum, en þá var fullt í Akraneshöll og mikil stemmning. Káramenn mættu Víking Reykjavík og náðu 3-1 forystu í fyrri hálfleik. Víkingar jöfnuðu og leikurinn endaði í framlengingu þar sem Víkingar rétt mörðu 3-4 sigur gegn baráttuglöðum Káramönnum.