Tveir leikmenn úr röðum ÍA í U-21 árs landsliðinu sem mætir Portúgal

Tveir leikmenn úr röðum ÍA og einn fyrrum leikmaður félagsins eru í U-21 árs landsliðshóp Íslands í knattspyrnu karla fyrir leik liðsins gegn Portúgal í undankeppni EM 2022.

Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. september á heimavelli Íslandsmeistaraliðs Víkings úr Reykjavík og hefst hann kl. 15.00. Þetta er þriðji leikur liðanna í undankeppninni. Ísland vann 2-1 sigur gegn Hvíta Rússlandi í sínum fyrsta leik og gerði síðan 1-1 jafntefli við Grikkland. Portúgal vann 1-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi og svo 11-0 gegn Liechtenstein núna í október.

Ísak Snær Þorvaldsson og Gísli Laxdal Unnarsson eru í leikmannahópnum en þeir hafa báðir leikið stórt hlutverki í liði ÍA á tímabilinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gísli Laxdal er valinn í landsliðsverkefni á vegum KSÍ Gísli er fæddur árið 2001 og hefur leikið upp alla yngri flokka ÍA og er í dag lykilmaður í meistaraflokki félagsins.

Ísak Snær er einnig fæddur árið 2001. Hann hefur ekki leikið fyrir U-21 árs landslið Íslands áður en Ísak Snær á baki 23 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, (9 leikir/ 1 mark U-19, 2 leikir U-18, 5 leikir U-17 og 7 leikir U-16).

Bjarki Steinn Bjarkason, fyrrum leikmaður ÍA og atvinnumaður hjá ítalska liðinu Venezia, er einnig í hópnum sem er þannig skipaður:

Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg
Jökull Andrésson – Morecambe FC
Ísak Óli Ólafsson – Esbjerg fB
Kolbeinn Þórðarson – Lommel SK
Finnur Tómas Pálmason – KR
Ágúst Eðvald Hlynsson – AC Horsens
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia
Valgeir Lunddal Friðriksson – BK Hacken
Stefán Árni Geirsson – KR
Atli Barkarson – Víkingur R.
Birkir Heimisson – Valur
Sævar Atli Magnússon – Lyngby BK
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R.
Dagur Dan Þórhallsson – Fylkir
Kristall Máni Ingason – Víkingur R.
Gísli Laxdal Unnarsson – ÍA
Ísak Snær Þorvaldsson – ÍA
Karl Friðleifur Gunnarsson – Víkingur R.
Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir
Valgeir Valgeirsson – HK