Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA – en hann er fæddur árið 2005. Haukur Andri gerir samning út keppnistímabilið 2024.
Haukur Andri var nýverið valinn í U-17 ára landslið Íslands. Hann er leikmaður í 3. flokki ÍA en hann fékk eitt tækifæri í sumar í leikmannahóp meistaraflokks ÍA.
Haukur Andri er 16 ára en hann á tvo eldri bræður sem hafa báðir leikið með ÍA og systir hans, Unnur Ýr Haraldsdóttir, hefur verið lykilmaður í meistaraflokksliði ÍA í kvennaflokki undanfarin ár. Bræður Hauks Andra eru Hákon Arnar, sem er atvinnumaður hjá FCK í Kaupmannahöfn, og Tryggvi Hrafn sem er samningsbundinn Val.
Foreldrar þeirra eru Haraldur Ingólfsson og Jónína Halla Víglundsdóttir, sem bæði eiga A-landsleiki að baki á ferlinum og langan feril sem leikmenn í meistaraflokksliðum ÍA.