Ekki hafa fleiri Covid-19 smit greinst á Íslandi í 93 daga – þriðjungur smita gærdagsins greindust á Akranesi

Þriðjungur allra Covid-19 smita sem greind voru á landinu í gær eru á Akranesi. Alls greindust 144 með Covid-19 í gær samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni.

Á Akranesi greindust 50 einstaklingar með Covid-19 smit eins og áður hefur verið greint frá á skagafrettir.is.

Ekki hafa fleiri Covid-19 smit greinst á Íslandi í 93 daga eða frá 4. ágúst þegar rúmlega 150 voru greindir með veiruna. Á undanförnum dögum hafa greinst töluvert af Covid-19 smitum, 91 á þriðjudag og 85 á mánudag.

Alls hafa 14.087 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 34 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/11/04/covid-19-smitum-a-akranesi-fjolgar-mikid-vidamiklar-lokanir-vegna-faraldursins/

Alls greindust 50 einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Akranesi. Alls eru 75 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 109 einstaklingar eru í sóttkví.

Lögreglan á Vesturlandi greindi frá þessum tölum nú rétt í þessu.

Bæjarráð Akraness hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður alla starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins föstudaginn 5. nóvember.

Fjöldi starfsmanna Akraneskaupstaðar er smitaður eða er í sóttkví hefur bæjarráð tekið ákvörðun um að á morgun föstudaginn 5. nóvember mun öll starfsemi á áðurnefndum stöðum falla niður.

Vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag á stofnunum bæjarins og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sínum hádegi þá verður það leyst.

Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi.

Allar íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi í það minnsta. Þreksalnum í Jaðarsbökkum hefur einnig verið lokað.

Móttöku einnota umbúða í Fjöliðjunni hefur verið lokað um óákveðinn tíma og Búkollu hefur einnig verið lokað um óákveðinn tíma.

Gamla Kaupfélagið hefur fellt og aflýst viðburðum sem voru á dagskrá um næstu helgi.