Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – föstudaginn 12. nóvember

Covid-19 smitum á Vesturlandi fer nú fækkandi en alls eru 174 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit í landshlutanum samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Á Akranesi eru 140 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit sem er sami fjöldi og í fyrradag. Einstaklingum í sóttkví fer einnig fækkandi í landshlutanum.

Á landinu öllu greindust 176 einstaklingar með Covid-19. og voru 82 þeirra í sóttkví. Af þessum 176 voru 70 óbólusettir. Þetta kem­ur fram á vefnum covid.is.

Alls eru 20 einstaklingar á sjúkra­húsi, þar af fjór­ir á gjör­gæslu.