Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – metfjöldi smita á landinu öllu

Alls greindust 206 einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru 95 þeirra í sóttkví við greiningu.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Er það metfjöldi smita sem hefur greinst á einum degi innanlands.

Mest höfðu 200 smit greinst á einum degi, s.l. miðvikudag.

Á Vesturlandi eru 95 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og þar af eru 73 á Akranesi.

Það fækkar töluvert í hópi þeirra sem eru í sóttkví en 86 eru í sóttkví á Vesturlandi, þar af 51 á Akranesi.