Golfklúbburinn Leynir hefur samið við Hlyn Guðmundsson að taka að sér rekstur veitinga að Garðavöllum – frístundamiðstöð við golfvöllinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfklúbbnum Leyni.
Auglýst var eftir rekstraraðila í mars á þessu ári og bárust alls níu umsóknir.
Hlynur mun flytja fyrirtækið sitt, Hlynur Kokkur Veisluþjónusta, frá Hafnarfirði í frístundamiðstöðina Garðavelli.
Í tilkynningu frá Golfklúbbunum Leynir kemur fram að klúbburinn og Hlynur ætli að undirbúa sumarið vel og leggja metnað sinn i að efla þjónustu við kylfinga sem og aðra gesti sem sækja Garðavelli heim.
„Matseðilinn er í mótun og lofar mjög góðu. Á næstu vikum stefnum við á að klára endurbætur á salnum og gera hann tilbúinn fyrir vorið. Tækifærin fyrir nýjan rekstraraðila eru mikil og við hlökkum til samstarfsins.“
Galito Bistro hefur frá árinu 2019 séð um veitingarekstur í frístundamiðstöðinni eða frá því að húsið var tekið í notkun.