ÍA mætir Sindra og Kári fékk stórlið FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karlaDregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag, fimmtudag, 28. apríl.

Liðin úr Bestu deildinni voru í hattinum í dag ásamt þei 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð þegar dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 24.-26. maí.

Liðin í pottinum í dag voru:

Besta deildin: Víkingur R., Breiðablik, FH, KR, Valur, Stjarnan, Fram, Keflavík, ÍBV, ÍA, Leiknir, KA.

Lengjudeildin: Kórdrengir, Fylkir, Afturelding, Grótta, Þór, Grindavík, HK, Selfoss, Vestri.

  1. deild: Reynir S., Höttur/Huginn, Ægir, Magni, ÍR, Njarðvík, Haukar.
  2. deild: Dalvík/Reynir, Sindri, Kári.
  3. deild: Hvíti Riddarinn.

Karlalið ÍA lék til úrslita í Mjólkurbikarkeppni KSÍ í fyrra þegar Víkingur úr Reykjavík landaði sigri á Laugardalsvelli.

ÍA mætir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og fer leikurinn fram á Höfn.

Lið Kára, sem náði frábærum árangri í keppninni í fyrra, fær risastórt verkefni á útivelli gegn FH. Lið Kára féll úr keppni í fyrra í 32-liða úrslitum gegn KR í naumu 2-1 tapi á heimavelli.