Fasteignamat á landsvísu hækkar um 19,9% og heildarmat fasteigna á Íslandi verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023.
Á Akranesi eru skráðar 3.660 fasteignir og er hækkunin á Akranesi nákvæmlega 19,9%.
Heildarverðmæti fasteigna á Akranesi var rétt rúmlega 158,5 milljarðar kr. en verður rúmlega 190 milljarðar árið 2023.
Þetta er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu öllu.
Afhverju hækkar fasteignamat á milli ára?
Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6% á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4% á meðan fjölbýli hækkar um 21,6%.
Fasteignamat íbúða hækkar um 23,6% á höfuðborgarsvæðinu á meðan hækkunin er 23,7% á landsbyggðinni.
Fasteignamat íbúða hækkar mest í Fljótsdalshrepp en þar hækkar íbúðarmatið um 38,9%, í Árborg og Hveragerðisbæ um 36,6% og í Ölfusi um 36%. Minnstu hækkanir á íbúðamati eru í Dalvíkurbyggð þar sem fasteignamat íbúða hækkar um 6,2% og í Hörgársveit og Skútustaðahrepp þar sem hækkunin er 8,5%.
Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2% á landinu öllu; um 9,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 11,5% á landsbyggðinni.
Fasteignamat sumarhúsa hækkar um 20,3% á landinu öllu.