Stórsigur hjá kvennaliði ÍA gegn ÍHKvennalið ÍA tók í gær á móti liði ÍH í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Fyrir leikinn hafði ÍA leikið tvo leiki – með einn sigur gegn Einherja og eitt tap gegn toppliði Fram.

Gestaliðið úr Hafnarfirði byrjaði leikinn betur og Hugrún Elvarsdóttir kom ÍH yfir á 8. mínútu.

Það tók leikmenn ÍA um korter að jafna metin og það gerði Erla Karitas Jóhannesdóttir á 24. mínútu og 10 mínútum síðar hafði Bryndís Rún Þórólfsdóttir komið ÍA í 2-1. Hin þaulreynda Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði þriðja mark ÍA rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Leikmenn ÍA héldu áfram að sækja að marki ÍH í síðari hálfleik.

Erna Björt Elíasdóttir skoraði fjórða mark ÍA á 59. mínútu og Bryndís Rún kom ÍA í 5-1 á 70. mínútu. ÍA bætti við þremur mörkum á síðustu 20 mínútum leiksins, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir, skoraði sjötta mark ÍA og Unnur Ýr var aftur á ferðinni þegar hún bætti sjöunda marki ÍA við og sínu öðru í leiknum. Ylfa Laxdal innsiglaði sigurinn á lokamínútu leiksins með sínu öðru marki og 8-1 sigur ÍA staðreynd.

ÍA TV var á leiknum og hér má sjá mörkin úr leiknum.

0-1 Hugrún Elvarsdóttir 15:20
1-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir 30:50
2-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir 40:40
3-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir 51:35
4-1 Erna Björt Elíasdóttir 1:27:15
5-1 Bryndís Rún Þórólfsdóttir 1:38:05
6-1 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir 1:50:05
7-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir 1:56:15
8-1 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir 2:01:00