Fleiri ferðir hjá innanbæjarstrætó á Akranesi

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að auka þjónustu almenningssamgangna á Akranesi. 

Í tilkynningu kemur fram að  „auka strætisvagn“ sem kallaður verður „leið 2“ mun nú aka stóran hring um bæinn tvisvar sinnum að morgni fyrir skólabyrjun, einn hring í hádeginu og tvo hringi eftir að frístundastrætó hefur lokið akstri seinni part dags. 

Sjá nánar í kortinu hér fyrir neðan.