Árnahús við Sólmundarhöfða var enn og aftur umfjöllunarefni á fundi bæjarráðs þann 16. desember s.l.
Á fundinum var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviðs að skoða mögulegar útfærslur á endurbótum á húsinu með tilliti til stækkunarmöguleika hjúkrunar- og dvalarheimilisins á Höfða. Í fundargerðinni kemur fram að leitað skuli álits stjórnar Höfða í þessu sambandi.

Bæjarráð Akraness fjallaði fyrr á þessu ári um Árnahús sem er í eigu Akraneskaupstaðar og á þeim fundi setti bæjarráð fram bókun að mikilvægt væri að mannvirkin verði endurbyggð.
Frumkostnaðaráætlun vegna endurbóta hefur verið lögð fram. Á fundi ráðsins frá því í byrjun september kemur eftirfarandi fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð en huga þarf að ýmsum þáttum í því sambandi svo sem nýtingu svæðisins, framtíðarmöguleikum á stækkun Höfða o.fl. Einnig er mögulegt að endurbygginng mannvirkjanna fari fram í áföngum og að unnt sé að sækja styrki af ýmsum toga, hjá Minjastofnun, Húsfriðunarsjóð, SSV o. fl. Bæjarráð vísar málinu til umræðu hjá bæjarfulltrúum vegna fjárhagsaáætlunargerðar vegna ársins 2023 og þriggja ára tímabils 2014 til og með 2026.

Leynir lokar inniaðstöðu vegna lekavandamála og fær tímabundna lausn
Golfklúbburinn Leynir tilkynnti í dag að tímabundinn lausn hafi verið fundinn vegna inniaðstöðumálum klúbbsins. Inniaðstöðunni í kjallara Garðavalla, frístundamiðstöðvarinna, sem opnuð var þann 11. maí

Fær ekki leyfi til að breyta verslunarrými í íbúð við Skólabraut
Skipulags – og umhverfisráð hefur synjað ósk um að breyta verslunarhúsnæði á jarðhæð á Skólabraut 26 í íbúðarhúsnæði. Þetta er í annað sinn sem málið

Dregið verður úr umsóknum um lóðir á Sementsreit A og B
Bæjarráð Akranesss hefur ákveðið að úthlutun lóða á Sementsreit A og B fari fram með útdrætti á milli þeirra sem sækja um lóðir. Nánar hér:

Ingunn með draumahögg í veðurblíðunni á Garðavelli
Ingunn Ríkharðsdóttir sló í dag draumahögg á 3. holu Garðavallar á Akranesi – en þetta er í annað sinn sem hún fer holu í höggi

Akurnesingar hvattir til að spara heita vatnið
Þrýstingur á heitu vatni verður lægri en venjulega miðvikudaginn 17. september á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu – sem er í heild sinni hér

Malbikunarframkvæmdir við Akrafjallsveg á miðvikudag
Á morgun miðvikudag 17. sept. milli kl. 09:00-20:00 verður malbikað á Hringveginum framhjá Kúludalsá á Akrafjallsvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Lokað verður á milli