Árnahús við Sólmundarhöfða var enn og aftur umfjöllunarefni á fundi bæjarráðs þann 16. desember s.l.
Á fundinum var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviðs að skoða mögulegar útfærslur á endurbótum á húsinu með tilliti til stækkunarmöguleika hjúkrunar- og dvalarheimilisins á Höfða. Í fundargerðinni kemur fram að leitað skuli álits stjórnar Höfða í þessu sambandi.

Bæjarráð Akraness fjallaði fyrr á þessu ári um Árnahús sem er í eigu Akraneskaupstaðar og á þeim fundi setti bæjarráð fram bókun að mikilvægt væri að mannvirkin verði endurbyggð.
Frumkostnaðaráætlun vegna endurbóta hefur verið lögð fram. Á fundi ráðsins frá því í byrjun september kemur eftirfarandi fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að mannvirkin verði endurbyggð en huga þarf að ýmsum þáttum í því sambandi svo sem nýtingu svæðisins, framtíðarmöguleikum á stækkun Höfða o.fl. Einnig er mögulegt að endurbygginng mannvirkjanna fari fram í áföngum og að unnt sé að sækja styrki af ýmsum toga, hjá Minjastofnun, Húsfriðunarsjóð, SSV o. fl. Bæjarráð vísar málinu til umræðu hjá bæjarfulltrúum vegna fjárhagsaáætlunargerðar vegna ársins 2023 og þriggja ára tímabils 2014 til og með 2026.

Yngstu nemendur Grundaskóla fengu góða gjöf frá Kiwanis
Nemendur í 1. bekk Grundaskóla fengu öll hjólahjálm að gjöf. Kiwanis klúbbur Akraness stendur á bak við verkefnið. Frá þessu er greint á vef Grundaskóla. Nemendur

Tap í fyrsta leik hjá kvennaliði ÍA á Íslandsmótinu í knattspyrnu
Kvennalið ÍA lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær, laugardaginn 3. maí, gegn Fylki á útivelli. Liðin eru í næst efstu deild

Töluverðar breytingar á aðkomu áhorfenda á Jaðarsbakka á leik dagsins
Karlalið ÍA leikur í dag gegn KA á heimavelli í Bestu deildinni í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer hann fram á aðalvellinum á

Samningar við VLFA í höfn hjá Elkem og Norðurál á Grundartanga
Verkalýðsfélag Akraness hefur samið við Norðurál og Elkem Ísland. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta hjá félagsfólki VLFA sem starfa hjá fyrirtækjunum. Þetta kemur fram

Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa
Tilkynning: Akraneskaupstaður leitar að framsýnum og lausnamiðuðum upplýsingafulltrúa sem hefur brennandi áhuga á upplýsingamiðlun og notkun samfélagsmiðla til að efla tengsl við íbúa og samfélagið.

Kvennalið ÍA fær góðan liðsstyrk – Sigrún Eva heim á ný
Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir tímabilið í Lengjudeildinni – næst efstu deild Íslandsmótsins. Sigrún Eva Sigurðardóttir er komin á ný til