Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins samþykktur með yfirburðum

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins sem nýverið var undirritaður var samþykktur með miklum yfirburðum í kosningu hjá félagsmönnum þeirra aðildarfélaga sem stóðu að samningnum.

Tæplega 9 af hverjum 10 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu kjarasamninginn.  

 

Skagamaðurinn Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins og einnig formaður Verkalýðsfélags Akraness. Félagsmenn í VLFA samþykktu samninginn með miklum yfirburðum.

Kjörsókn var 16,6%. Alls greiddu 85,7% með samningnum í þessum kosningum, 11% voru á móti og rúmlega 3 % tóku ekki afstöðu.

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var að vonum ánægður með niðurstöðuna – en hann skrifaði eftirfarandi grein á fésbókarsíðu sína.