Bestu jóla – og nýarskveðjur til ykkar allra kæru lesendur.

Þökkum allar heimsóknirnar á síðustu sex árum.

Mörg þúsund gestir velja það að koma við á skagafrettir.is á hverjum einasta degi.

Skagamenn nær og fjær kunna að meta fréttir úr þeirra nærsamfélagi – fréttir sem eru oft á tíðum jákvæðar.

Fyrir það erum við þakklát.

Myndina tók Tomasz Wisła / @Phototomka í gær – á Aðfangadag og sýnir vel ljósadýrðina í fallega bænum okkar.