Daníel Þór fékk gullverðlaun í einliðaleik á Reykjavíkurmótinu í badminton

Reykjavíkurmótið í badminton fór fram í TBR í Reykjavík um liðna helgi en mótið var einnig Meistaramót Reykjavíkur.

Alls tóku 94 keppendur þátt en mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Skagamaðurinn Daníel Þór Heimisson lék til úrslita í 2. deild karla í einliðaleik og þar hafði Daníel betur gegn Kristjáni Ásgeiri Svavarssyni úr BH.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Ingi Huldarsson BH varð í öðru sæti.

Í einliðaleik kvenna vann Gerda Voitechovskaja BH gull og Lilja Bu TBR silfur.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldursyni TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.

Í tvíliðaleik kvenna (Úrv.deild / 1.deild) unnu Sigríður Árnadóttir og Lilja Bu TBR gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.

Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson TBR og Gerda Voitechovskaja BH gull og Róbert Ingi Huldarsson og Una Hrund Örvar BH silfur.

Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og í öðru sæti varð Eggert Þór Eggertsson TBR.

Í einliðaleik kvenna vann Katla Sól Arnarsdóttir BH gull og Iðunn Jakobsdóttir TBR silfur.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Guðmundur Adam Gígja og Stefán Steinar Guðlaugsson BH og í öðru sæti urðu Ingólfur Ingólfsson og Kristján Daníelsson TBR.

Í tvenndarleik unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR gull og Bjarni Þór Sverrisson TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamar silfur.

Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Daníel Þór Heimisson ÍA gull og Kristján Ásgeir Svavarsson BH silfur.

Í einliðaleik kvenna sigraði Sigrún Marteinsdóttir TBR og í öðru sæti varð Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR.

Í tvíliðaleik karla unnu Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH gull og Hrafn Örlygsson og Kári Þórðarson BH silfur.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elín Helga Einarsdóttir og Lena Rut Gígja BH og í öðru sæti urðu Birna Sól Björnsdóttir og Hildur Björgvinsdóttir TBR.

Í tvenndarleik unnu Björn Ágúst Ólafsson og Elín Helga Einarsdóttir BH gull og Funi Hrafn Eliasen og Birna Sól Björnsdóttir silfur.