Frábær uppskera hjá sundfólki ÍA á Íslands – og unglingameistaramótinu 

Sundfólk úr röðum ÍA náði flottum árangri á Íslands – og unglingameistaramótinu, ÍM50, sem fram fór í Laugardalslaug um liðna helgi. Uppskeran var ríkuleg, 15 verðlaun, þrír Íslandsmeistaratitlar í unglingaflokki, og tíu Akranesmet voru bætt.

Alls tóku 179 keppendur þátt og komu þeir frá 18 félögum víðsvegar af landinu. Alls voru 9 keppendur frá Sundfélagi Akraness með keppnisrétt. Mótið var tvískipt þar sem að keppt var í unglingaflokkum fyrri hluta dagsins og í fullorðinsflokkum síðdegis.

Frá ÍA kepptu: Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Íris Arna Ingvarsdóttir, Sunna Dís Skarphéðinsdóttir, Viktoria Emilia Orlita. Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjarni Sigþórsson. Keppendur ÍA sýndi glæsilega frammistöðu – og voru áberandi á mótinu. Margir með flottar bætingar á eigin árangri. Í opnum flokki var ÍA í fjórða sæti hvað fjölda verðlauna varðar.

Sérstaka athygli vakti að Í 50 metra skriðsundi í unglingaflokki 18 ára og yngri komu þrír keppendur frá Sundfélagi Akraness fyrstir í mark. Kristján Magnússon varð unglingameistari í þessari greina á 24,24 sek – og setti hann jafnframt Íslandsmet í þessari grein,, Einar Margeir Ágústsson átti metið í þessari grein en hann varð annar á 25,03 sek og Guðbjarni Sigþórsson varð þriðji á 25,14 sek.

Einar Margeir Ágústsson landaði tveim unglingameistara titlum, Í 50 m. og 100 m. bringusundi, og hann í 2. sæti í 50 m. skriðsundi og 50 m. flugsundi. Í fullorðins flokki vann hann brons í 50 m. bringusundi. Í 50m bringusundi setti hann Íslandsmet í unglingaflokki á 28.66 sek, en það met var síðan slegið síðar um daginn af Snorra Degi úr SH sem kom í mark á 28,53 sek.

Kristján Magnússon varð unglingameistari í 50 m skriðsundi á 24.23 sek., sem er undir landsliðslágmarki. Kristján varð í 3. sæti í 100 m. skriðsundi og 50 m. baksundi í unglingaflokki
Í fullorðinsflokki fékk hann silfur í 50 m skriðsundi.

Enrique Snær Llorens varð annar í 200 m. fjórsundi og hann fékk bronsverðlaun í 400 m. fjórsundi. Enrique Snær bætti einnig 2 Akranesmet, í 200 m. fjórsundi og 200 m. skriðsundi.

Guðbjarni endaði í 3. sæti í 50 m. skriðsundi bæði í unglinga og fullorðins flokki.

Guðbjörg Bjartey synti sig inn í landsliðshóp í 50 m. skriðsundi á tímanum 27.03 sek. og 100 m. skriðsundi á 59.28 sek. Gaman að geta þess að það er aðeins Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sem hefur synt hraðar af sundstelpum af Skaganum. Kolbrún Ýr var í fremstu röð um margra ára skeið og keppti á tvennum Ólympíuleikum, í Sydney Ástralíu árið 2000 og í Aþenu í Grikklandi árið 2004.

Sundfólkið úr ÍA átti góða helgi í boðsundi sem sýnir að við erum með marga góða sundmenn.

Karlaliðið náði silfurverðlaunum í 4 x 200 m. skriðsundi, bronsverðlaunum í 4 x 100 m fjórsundi og 4. sæti í 4 x 100 m. fjórsundi. Í öllum 3 boðsundunum voru sett Akranesmet.
Sveitirnar skipuðu þeir Guðbjarni, Einar Margeir, Kristján og Enrique.

Kvennaliðið: Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava, Sunna Dís og Viktoria Emilia enduðu í 6. sæti í 4 x 100 m. skriðsundi og 8. sæti í 4 x 100 m. fjórsundi.

Ingibjörg Svava synti mjög vel í 200 m. baksundi og bætti sig um rúmar fjórar sekúndur.

Viktoria Emilia átti frábæra helgi en hún var yngsti sundmaðurinn sem keppti fyrir ÍA. Hún synti í fyrsta skipti undir 30.00 sek. í 50 m. skriðsundi þegar hún synti á 29.97 sek.

Íris Arna og Sunna Dís tóku þátt á sínu fyrsta ÍM og settu persónuleg met í öllum þremur greinunum sem þær kepptu í.

Akranesmet sem voru bætt:

Fullorðinsflokkur

Enrique Snær 200 m. fjórsund á 2.10.60 mín., eldra metið átti hann sjálfur á tímanum 2.11.13 mín frá árinu 2022.

Enrique Snær 200 m. skriðsund á 1.58.32 mín., eldra metið átti hann sjálfur 2.00.35 mín frá því í mars á þessu ári.

Einar Margeir 50 m. bringusund 28.66 sek. Eldra metið átti hann sjálfur á tímanum 28.99 sek. frá því í mars á þessu ári.

Karlsveit ÍA setti Akranesmet í 4 x 200 m. skriðsundi á tímanum 8.04.54 mín. Sveitina skipuðu þeir Einar Margeir, Guðbjarni, Enrique Snær og Kristján. Gamla metið var 8.19.87 mín. en það áttu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján frá árinu 2021.

Karlasveit ÍA setti Akranesmet í 4 x 100 m. skriðsundi á 3.37.01 mín. Sveitina skipuðu þeir Einar Margeir, Guðbjarni, Enrique Snær og Kristján. Gamla metið var 3.44.98 mín frá árinu 2022 og það áttu þei Einar Margeir, Sindri Andreas, Guðbjarni og Kristján.

Karlasveit ÍA setti Akranesmet í 4 x 100 m. fjórsundi á tímanum 4.02.09 mín. Sveitina skipuðu Kristján, Einar Margeir, Enrique Snær og Guðbjarni. Gamla metið var 4.11.95 mín og var frá árinu 2011 og það áttu þeir Jón Ingi, Ágúst, Birgir Viktor og Guðmundur.

Unglingaflokkur:

Guðbjarni 200 m skriðsund 2.01.42 mín, gamla metið átti Enrique Snær á 2.01.79 mín frá árinu 2020.

Kristján 50 m skriðsund 24.20 sek, gamla metið átti Einar Margeir sem hann setti fyrr á þessu ári.

Kristján 100 m skriðsund, 53.99 sek, gamla metið átti Einar Margeir á 55.26 sek sem hann setti í fyrra.

Kristján 100 m baksund 1.02.95 sek, gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson sem hann setti árið 2012.