Í kvöld fara fram vortónleikar sem kvennakórinn Ymur stendur að.
Nýverið tók Ymur þátt á landsmóti kvennakór sem fram fór í Reykjavík þar sem að tæplega 500 konur víðsvegar af landinu komu saman. Þar kom kórinn fram á sviði Eldborgar í Hörpu og einnig í Háskólabíói.
Eins og áður segir eru tónleikarnir í kvöld, mánudaginn 22. maí og fara þeir fram í Tónbergi. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30.
Það kostar ekkert á tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum.
Stjórnandi kórsins er Sigríður Elliðadóttir og undirleikari er Birgir Þórisson.