Kvennalið ÍA í stigasöfnun og bætir stöðu sína á Íslandsmótinu

Kvennalið ÍA heldur áfram að bæta stöðu sína á Íslandsmótinu í knattspyrnu, 2. deild. 

ÍA lagði Smára 4-1 á útivelli í 9. umferð og er ÍA nú í þriðja sæti deildarinnar á eftir ÍR og Haukum sem eru í tveimur efstu sætunum. 

ÍA komst yfir á 13. mínútu með sjálfsmarki heimaliðsins.

Erna Björt Elíasdóttir kom ÍA í 2-0 með marki á 35. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA í 3-0 á 71. mínútu.

Smári minnkaði muninn á 79. mínútu áður en Unnur Ýr Haraldsdóttir gulltryggði 4-1 sigur með marki á 87. mínútu. 

Næsti leikur ÍA er í kvöld, miðvikudaginn 5.júlí – þegar Álftanes kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15.