Þrjú tilboð bárust í niðurrifsverkefni í íþróttahúsinu við Vesturgötu

Framundan eru viðamiklar endurbætur á íþróttahúsinu Vesturgötu – en íþróttasal og kjallara var lokað með skömmum fyrirvara í september vegna loftgæðavandamála. 

Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum á niðurrifi í sal íþróttahúss við Vesturgötu. Um var að ræða lokaða verðkönnun til 5 aðila.

Í niðurrifum felast rif og hreinsun á ónýtu og skemmdu byggingarefni sem stafar af slæmum loftgæðum í sal íþróttahússins. Fyrirhuguð verklok þessa verkþáttar eru 31. janúar 2024.

Þess ber að geta að þetta verkefni er aðeins það fyrsta af mörgum sem þarf til þess að gera íþróttasalinn og kjallara nothæfann á ný. 

Alls bárust tilboð frá þremur aðilum en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í þetta verkefni var rúmlega 32.6 milljónir kr. 

SF Smiðir ehf. buðu tæplega 62 milljónir kr. í verkið (61.906.017 kr.) sem er 90 % yfir kostnaðaráætlun.

Sjammi ehf. bauð rétt rúmlega 40 milljónir kr. í verkið (40.340.584 kr.) sem er 24 % yfir kostnaðaráætlun. 

Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar baup 25,6 milljónir kr, í verkið (25.607.000 kr. ) sem er 22% undir kostnaðaráætlun. 

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum að að samið verði við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar ehf, um verkið.

Í niðurrifum felast rif og hreinsun á ónýtu og skemmdu byggingarefni sem stafar af slæmum loftgæðum í sal íþróttahússins.

Eins og áður segir er viðamikið verk framundan við endurhönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið sem ná til alls hússins að undanskildu suðuranddyri, búningsklefum, fimleikahúsi og Þekju.

Endurnýja þarf allt þakið að innanverðu. Með því að setja þar upp rakavarnarlag. Víða má sjá ummerki um gamla leka í lofti. Endurnýja þarf gaflvegg og rakaskemmt efni í áhorfendastúku og breyta þrifum.

Úttekt á húsinu sem birt var í september s.l. leiddi í ljós ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig kemur fram að loftræsingu salarins er ábótavant.