Skagamenn mæta sigursælasta liði allra tíma í síðasta heimaleik ársins

Karlalið ÍA í körfuknattleik tekur á móti liði KR á föstudaginn – og er viðureignin hluti af næst efstu deild Íslandsmótsins. 

KR-ingar eru sigursælasta lið allra tíma á Íslandsmótinu í efstu deild – með 18 Íslandsmeistaratitla. Liðið féll úr efstu deild s.l. vor og er þetta tímabil það fyrsta hjá KR þar sem að liðið leikur ekki í efstu deild. 

KR er í fjórða sæti deildarinnar með 7 sigra og 2 tapleiki. ÍA er með 3 sigra og 4 töp í 7. sæti deildarinnar. 

Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og hefst hann kl. 19:15. 

ÍA – KR mættust í fyrsta sinn í opinberum keppnisleik þann 2. mars árið 1975. Þar hafði KR betur með 100 stiga mun, 144-44.

Leikmenn beggja liða sem tóku þátt í þessum leik verða heiðursgestir á leik ÍA og KR.