María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins þann, 23. október s.l.

María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann.

Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania.

Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi:

  1. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri
  2. Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi
  3. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi
  4. Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði
  5. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi
  6. Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi
  7. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði
  8. Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri
  9. Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík
  10. Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði
  11. Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi
  12. Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi
  13. Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð
  14. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík