Fjórir einstaklingar úr röðum Sundfélags Akraness fengu um liðna helgi viðurkenningu frá Sundsambandi Íslands fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. 

Silfurmerki SSÍ fengu þau Ágúst Júlíusson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Kári Geirlaugsson. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Ágúst er fyrrum formaður sundfélags Akraness og á langan sundferil að baki og tók þátt í ófáum landsliðsverkefnum.

Arnheiður er yfirdómari í sundi, þjálfari garpa hjá UMSB og æfir sjálf sund af kappi með ÍA.

Kári keppir fyrir ÍA og hefur náð stórgóðum árangri bæði hérlendis og erlendis í sundi og hefur auk þess átt langan og farsælan íþróttaferil.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri SSÍ og núverandi stjórnarmaður í framkvæmdastjorn ÍSÍ var sæmd gullmerki Sundsambandsins fyrir margvísleg störf í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi.

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?