Verkalýðsfélag Akraness hefur samið við Norðurál og Elkem Ísland. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta hjá félagsfólki VLFA sem starfa hjá fyrirtækjunum. Þetta kemur fram á vef VLFA. 

Niðurstaðan hjá Elkem var eftirfarandi:

104 sögðu já eða 80,62%

19 sögðu nei eða 14,73%

6 tóku ekki afstöðu eða 4,65%

Kjörsókn var 85,43%

Niðurstaðan hjá Norðuráli var eftirfarandi:

366 sögðu já eða 72,76%

121 sögðu nei eða 24,06%

16 tóku ekki afstöðu eða 3,18%

Kjörsókn var 73,54%

Í frétt á vef VLFA kemur enn fremur fram að samningarnir tryggja starfsmönnum mjög góðar launahækkanir á fyrsta ári og launavísitölutengingu hin árin ásamt nokkrum atriðum til viðbótar sem skila þeim ágætis ávinningi.

 

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?