Alls bárust fimm tilboð í þrif á stofnunum Akraneskauptaðar.
Ekki kemur fram í fundargerð bæjarráðs hvaða stofnanir er um að ræða.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í verkefnið var rétt tæplega 134 milljónir kr.
Tvö tilboð voru undir kostnaðaráætlun – og mun Akraneskaupstaður hefja viðræður við iClean ehf sem bauð rétt tæplega 123 milljónir kr. í verkið sem er um 10% undir kostnaðaráætlun.
Hæsta tilboðið var um 90% yfir kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi tilboð bárust:
iClean ehf. kr. 122.673.231 kr. (9.7% undir kostnaðaráætlun).
Sólar ehf. kr. 127.626.561 kr. (6.1 % undir kostnaðaráætlun).
Dagar hf kr. 146.296.050 kr. (7,7% yfir kostnaðaráætlun).
AÞ þrif kr. 168.448.281 kr. (24% yfir kostnaðaráætlun).
Tergo ehf kr. 257.749.640 kr. (89,7% yfir kostnaðaráætlun).
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?