Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. september s.l. breytingu á aðalskipulagsbreytingu vegna Innnesvegar 1 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Á mannamáli þýðir þetta að umsókn Löðurs um að hefja rekstur á bílaþvottastöð á Innesvegi 1 sé að nálgast endamarkið. Að því gefnu að Skipulagsstofnun samþykki deiliskipulagsbreytinguna og Heilbrigðiseftirlitið gefi út starfsleyfi fyrir slíkan rekstur á þessum stað.

Umsókn fyrirtækisins hefur verið til málsmeðferðar hjá stjórnsýslunni á Akranesi í tæp 2 ár.
Í umræðum á bæjarstjórnarfundum hefur komið fram að umsókn Löðurs um bílaþvottastöð á þessum stað hefur verið mótmælt kröftuglega af íbúum í Akranesi.
Þar hefur einnig komið fram að Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur að bílaþvottastöð verði sett upp í næsta rými við matvælafyrirtæki (Kallabakarí).
Eins og áður segir á eftir að afgreiða breytinguna á deiliskipulaginu hjá Skipulagsstofnun – og Heilbrigðiseftirlitið á eftir að gefa út starfsleyfi fyrir væntanlega bílaþvottastöð á þessum stað.
Kristinn Hallur Sveinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, var sá eini í bæjarstjórninni sem var á móti því að deiliskipulaginu yrði breytt með þessum hætti.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?