Það var frábær stemning í íþróttahúsinu við Vesturgötu í kvöld þegar lið ÍA sigraði Þór frá Þorlákshöfn 102-92 í Bónus deild karla í körfuknattleik.

Tölfræði leiksins er hér: 

Þetta var fyrsti leikur Skagamanna í efstu deild eftir 25 ára hlé og er óhætt að segja að sigur heimamanna hafi glatt stuðningsmenn liðsins.

Gríðarlegur stuðningur úr stúkunni frá upphafi til enda. 

Leikmenn ÍA lönduðu sigrinum með góðum varnarleik í síðari hálfleik. Gojko Sudzum var gríðarlega öflugur í liði ÍA með 35 stig og14 fráköst. Styrmir Jónasson var einnig frábær í sínum fyrsta leik í efstu deild en hann skoraði 15 stig og var fremstur í flokki í varnarleiknum. 

Króatinn Josip Barnjak var einnig öflugur í liði ÍA en hann skoraði 15 stig og var mikilvægur á lokakafla leiksins. 

Bandaríkjamaðurinn Darnell Cowart var með 19 stig og 10 fráköst. 

Næstu leikir ÍA eru:
9. okt. Grindavík á útivelli í Smáranum Kópavogi. 
16. okt. Njarðvík á heimavelli – líklega Jaðarsbakkar. 
24. okt. Álftanes á heimavelli – Jaðarsbakkar.