Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var ein af hetjum franska liðsins Lille í kvöld í Meistaradeild Evrópu þegar liðið sótti stórlið Róm í höfuðborg Ítalíu.
Berke Özer var einnig í risahlutverki í sigri Lille en markvörðurinn gerði sér lítið fyrir og varði þrjár vítaspyrnur frá ítalska liðinu.

Lille er með sex stig eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni og er með fullt hús stiga.