Davíð Kristjánsson sló draumahöggið í gær þegar hann fór holu í höggi á 5. braut á Silverleaf vellinum í Bandaríkjunum.

Davíð var ekki staddur í Bandaríkjunum þegar hann sló boltann í holuna í upphafshögginu – en hann var í golfhermaaðstöðunni Bönkerinn – Innigolf á Akranesi. 

Davíð var á sínum tíma í lykilhlutverki með sigursælu knattspyrnuliði ÍA – og markvörðurinn kann svo sannarlega enn að grípa tækifærin þegar þau gefast.

Kylfingar nýta sér í auknum mæli innigolf þar sem að það er í boði á Íslandi og gríðarleg aukning hefur verið á þessu sviði golfíþróttarinnar á landsvísu á undanförnum misserum.