Öryggisfyrirtækið Securitas hefur sagt upp samningi sínum við Akraneskaupstað – en fyrirtækið hefur séð um farandgæslu í stofnunum og starfsstöðvum bæjarins á undanförnum árum. 

Í bréfi fyrirtækisins til bæjarráðs kemur fram að Securitas muni loka starfsstöð sinni á Akranesi um næstu áramót.  Í bréfinu kemur fram að verkefnum hafi fækkað á Akranesi og nágrenni hjá fyrirtækinu.

Útkallsþjónustu verður hætt á Akranesi og nágrenni frá og með næstu áramótum – að því gefnu að verkefnastaða fyrirtækisins haldist óbreytt.