Karlalið ÍA mun leika áfram í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þrátt fyrir 5-1 tap á útivelli gegn KA á Akureyri í dag. 

ÍA á einn leik eftir í neðri hluta Bestu deildarinnar, gegn Aftureldingu, og fer sá leikur fram næsta laugardag á heimavelli Skagamanna. 

Í dag gerðu Vestri og Afturelding jafntefli – þar sem að Ísfirðingar skoruðu jöfunarmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Það mark gerði það að verkum að ÍA er öruggt með sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari ÍA, er í dag þjálfari hjá Vestra, sem er enn í fallbaráttu. 

Vestri og KR mætast á Ísafirði í lokaumferðinni laugardaginn 25. okt. 

Vestri, KR og Afturelding eru eru í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni – eins og sjá má á stöðutöflunni hér fyrir neðan.