Akraneskaupstaður er með 19 nýjar lóðir á Sementsreitnum sem eru lausar til úthlutunar fyrir alls 139 íbúðir. Þetta kemur fram í tilkynningu
Þegar hefur lóðum fyrir rúmlega 100 íbúðir verið úthlutað á reitnum, en alls er reiknað með að á svæðinu í heild verði um 400 íbúðir.

- Um er að ræða eftirfarandi lóðir:
- Jaðarsbraut – 8 lóðir.
- Freyjugata – 3 lóðir.
- Óðinsgata – 5 lóðir.
- Sementsbraut – 3 lóðir, stærra fjölbýli og atvinnurými.
Á þessum lóðum er gert ráð fyrir; einbýli, tvíbýli, smærri fjölbýli og fjölbýlishús – á tveimur til fjórum hæðum.
Sérstakur úthlutunarfundur verður í bæjarráði þann 4. desember næstkomandi.