Skagamaðurinn Þórður Þorsteinsson Þórðarson er dómari ársins í Bestu deild kvenna samkvæmt niðurstöðu úr árlegri kosningu leikmanna deildarinnar.
Þetta kemur fram í frétt á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Þórður Þorsteinn hefur fengið þessa viðurkenningu í þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Myndatexti: Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Þórður Þorsteinn Þórðarson. Mynd/KSÍ.
Þórður, sem var leikmaður um árabil með ÍA, FH og HK áður en hann sneri sér að dómgæslu, var einnig kosinn dómari ársins í Bestu deild kvenna árin 2022 og 2023.