HEIMA-SKAGI tónlistarhátíðin fer fram laugardaginn 25. október. Þar koma fram 15 listamenn/hljómsveitir/atriði sem spila flest tvisvar sinnum flestir í 12 mismunandi húsum.
Eitt kvöld, 29 tónleikar í það heila í 12 húsum.

Smelltu hér fyrir miðasölu og nánari upplýsingar:
HEIMA-SKAGI leggur áherslu á alls konar músík – Popp -rokk – rapp – jazz – soul – folk – heimstónlist – klassík – og í raun hvað sem er, ef það er áhugavert og skemmtilegt.
Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks;
Vesturgata 45 (Kristján og Margrét)
Háteigur 6 (Angela og Benedikt)
Skólabraut 18 (Stefanía og Halldór)
Vesturgata 32 (Haraldarhús)
Háteigur 16 (Inga og Ketill)
Grundartún 8 (Elfa og Pálmi)
…en líka t.d í Bíóhöllinni, Í brugghúsi Bárunnar (Roð – Bárugata 21) í Akraneskirkju, og í einu af húsum fyrirtækisins KAPP (Skaginn) sem er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar, á rakarastofu Hinna (sem er líkast til í minnsta húsi Akraness) – JÁ OG Í GAMLA ArnArdAl! (Kirkjubraut 48) Þar verða armböndin líka afhent á hátíðardag frá kl. 13.00-17.00 og þar verður ýmislegt skemmtilegt í gangi – matur og myndlist, POP-UP vinyl-markaður ofl.
HEIMA-SKAGI er einstök hátíð þar sem nándin við listafólkið er mjög mikil. Fyrsta HEIMA-SKAGA hátíðin var haldin 2019 með sex atriðum og það hefur alltaf selst upp.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm munu opna hátíðina á lágstemmdum nótum í kirkjunni klukkan 18.30 þar sem hátíðin verður formlega sett með stuttri athöfn.
Síðan byrja tónleikar hér og þar klukkan 19.00 og standa til c.a. 22.00
Lokatónleikar HEIMA-SKAGA verða í Bíóhöllinni og hefjast þeir kl. 22.20. Þar verður Páll Óskar gordjöss í partígallanum auk þess sem Skaga-stór-hljómsveitin Soul Deluxe snýr aftur ásamt góðum gestum eftir Laaangt hlé.

Það er stutt á Akranes úr Reykjavík til dæmis.
HEIMA SKAGI 2025
- Látún
- Dr. Gunni
- Pétur Ben
- Páll Óskar
- Hlynur Ben
- Ragga Gísla
- Kött Grá Pjé
- Árný Margrét
- Stina Agustdóttir
- Jónas Björgvinsson
- Benni Hemm Hemm
- Benedikt Kristjánsson
- Soul Deluxe ásamt gestum
- Gudrid Hansdóttir (Færeyjar)
- Páll Óskar & Benni Hemm hemm