Framhaldsskólarnir á Vesturlandi héldu nýverið „West Side“ bikarkeppnina sem er árlegur viðburður.

Þar kepptu nemendur sín á milli í fjölmörgum greinum og stóð Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi uppi sem sigurvegari. 

Keppt var í fótbolta, körfubolta, bandý, blaki og spurningakeppni.

Um kvöldið var dansleikur þar sem að Stuðlabandið var í aðahlutverki en rúmlega 200 nemendur tóku þátt í deginum.  

Í tilkynningu á vef FVA kemur fram að um 70% gesta á ballinum hafi tekið þátt í „Edrúpottinum“ – sem eru ánægjuleg tíðindi.