Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna sem verða afhent fimmtudaginn 30. október í Gamla bíói.

Verðlaunin eru á vegum RÚV, Sýnar og Símans.

Hin nýju sjónvarpsverðlaun verða veitt í fyrsta sinn og verðlaunað er fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á sjónvarpsstöðvum miðlanna á árunum 2023 og 2024.

Þáttaröðin, „Skaginn“ sem vakti mikla athygli er með tvær tilnefningar, sem, íþróttaefni ársins 2023 og Logi Ingimarsson fær tilnefningu fyrir klippingu á þáttaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem er í heild sinni neðst í þessari frétt. 

Sjónvarpsþættirnir „Skaginn“ voru sýndir á RÚV  – þar sem að kastljósinu var beint að karlaliði ÍA á árunum 1992-1996.

Snævar Sölvason, Kristján Jónsson og Hannes Þór Halldórsson eru þeir sem lögðu af stað með þetta verkefni.

Þættirnir eru heimildarþættir um lið ÍA sem vann einstakt afrek í íslenskri knattspyrnusögu þegar það varð Íslandsmeistari karla fimm ár í röð á árunum 1992-1996.

Snævar Sölvason var leikstjóri þáttanna og handritið skrifaði Kristján Jónsson. Hannes Þór Halldórsson var framleiðandi þáttanna.

Í þáttunum, sem voru fimm talsins, einn fyrir hvert ár, var rætt við þjálfara, leikmenn, andstæðinga, stjórnarmenn, stuðningsfólk og fjölmiðlafólk um liðið og þennan tíma og þar er varpað nýju og áður óþekktu ljósi á þetta ótrúlega afrek.

Smelltu hér til að sjá þættina á vef RÚV.

Fréttatilkynningin er hér fyrir neðan: 

 

Borið hefur á því að fólk telji þessa fyrstu verðlaunaafhendingu Íslensku sjónvarpsverðlaunanna á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Svo er ekki. Íslensku sjónvarpsverðlaunin eru Edduverðlaununum óviðkomandi og á ÍKSA enga aðkomu að þeim. Kristján Freyr Halldórsson hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd sjónvarpsstöðvanna.

Verðlaunað í 23 flokkum

Í fréttatilkynningu frá Íslensku sjónvarpsverðlaununum segir:

Tilnefningar til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Hin nýju sjónvarpsverðlaun verða veitt í fyrsta sinn nú í lok október og verðlaunað er fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á sjónvarpsstöðvum miðlanna á árunum 2023 og 2024. Tilnefnt er í alls 23 flokkum, í mismunandi tegundum sjónvarpsefnis auk ýmissa faggreina þar undir. Það eru þrír stærstu ljósvakamiðlar landsins sem standa að verðlaununum; Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV.

Á annað hundrað verkefna barst frá sjónvarpsstöðvunum og framleiðslufyrirtækjum í haust þegar auglýst var til innsendinga og voru innsendingar nærri 600 talsins. Þrjár dómnefndir voru skipaðar til þess að fara yfir efnið en þær skipa fólk sem hefur góða innsýn í geirann, haft ýmsan snertiflöt á sjónvarpi, sjónvarpsframleiðslu eða fjallað um í fjölmiðlum. Íslensku sjónvarpsverðlaunin fyrir árin 2023 og 2024 verða veitt við hátíðlega athöfn í Gamla bíói fimmtudagskvöldið 30. október. Þetta verður hreinræktað uppskerukvöld sjónvarpsgeirans og er hátíðin ekki sýnd í sjónvarpi né streymi. Björg Magnúsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson munu stýra veisluhöldunum og verður öllum verðlaunum gerð góð skil.

Hér neðanmáls má lesa um allar tilnefningarnar en auk þessara verðlauna verða Heiðursverðlaun Íslensku sjónvarpsverðlaunanna afhent sama kvöld. Samhliða tilkynningu um tilnefningar fer fram netkosning á Vísi.is þar sem almenningi er gefinn kostur á að kjósa um besta sjónvarpsefnið á árunum tveimur.

Tilnefningar vegna ársins 2024 birtast síðar í dag.

TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU SJÓNVARPSVERÐLAUNANNA FYRIR ÁRIÐ 2023

Leikkona ársins
Svandís Dóra Einarsdóttir – Afturelding

Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Svo lengi sem við lifum
Hanna María Karlsdóttir – Heima er best
Halldóra Geirharðsdóttir – Venjulegt fólk: 6. sería
Sandra Barilli – IceGuys

Leikari ársins
Ingvar E. Sigurðsson – Afturelding

Þorsteinn Bachmann – Afturelding
Þórhallur Sigurðsson – Arfurinn minn
Hilmar Guðjónsson – Venjulegt fólk
Vignir Rafn Valþórsson – Heima er best

Leikstjóri ársins
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir – Afturelding

Katrín Björgvinsdóttir – Svo lengi sem við lifum
Sævar Guðmundsson – Stormur
Þór Freysson – Góður strákur og vel upp alinn
Álfheiður Marta Kjartansdóttir – Mannflóran

Sjónvarpsviðburður ársins
Söngvakeppnin 2023

Góður strákur og vel upp alinn
Úrslitakeppnin í körfubolta 2023
Klassíkin okkar – Kvikmyndatónlistarveisla
Íslandsmótið í golfi

Útsendingarstjóri ársins
Ragnar Eyþórsson – Vikan með Gísla Marteini
Ragnar Eyþórsson – Sögur – verðlaunahátíð barnanna 2023
Salóme Þorkelsdóttir, Þór Freysson – Söngvakeppnin  2023
Björgvin Harðarson – Idol 2023
Stefán Snær Geirmundsson – Úrslitakeppnin í körfubolta 2023

Leikmynd ársins
Svo lengi sem við lifum – Heimir Sverrisson (Irma studio)

Heima er best – Tonie Zetterström
Afturelding – Sólrún Ósk Jónsdóttir
Arfurinn minn – Sveinn Viðar Hjartarson
Áramótaskaupið 2023 – Úlfur Grönvold

Brellur ársins
Heima er best – Jan Daghelinckx

IceGuys – Úlfur E. Arnalds

Íþróttaefni ársins
Skaginn

HM Stofan – HM karla í handbolta
HM Stofan – HM kvenna í fótbolta
Körfuboltakvöld 2023
Lengsta undirbúningstímabil í heimi 2023

Handrit ársins
Svo lengi sem við lifum – Aníta Briem

Afturelding – Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir
IceGuys – Sólmundur Hólm Sólmundarson
Krakkaskaupið 2023 – Árni Beinteinn Árnason
Stormur – Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Heimir Bjarnason

Menningar- og mannlífsefni ársins
Hvunndagshetjur II

Fílalag
Hvar er best að búa?: 4. sería
Að heiman
Sambúðin

Skemmtiefni ársins
IceGuys

Vikan með Gísla Marteini 2023
Kanarí 2
Með á nótunum
Áramótaskaupið 2023

Gervi ársins
Afturelding – Josephine Hoy

Venjulegt fólk: 6. sería – Kristín Júlla Kristjánsdóttir
Heima er best – Ásta Hafþórsdóttir
Svo lengi sem við lifum – Kristín Júlla Kristjánsdóttir
Arfurinn minn – Hafdís Kristín Lárusdóttir

Búningar ársins
Kanarí 2 – Karen Sonja Briem

Afturelding – Margrét Einarsdóttir
Venjulegt fólk: 6. sería – Rannveig Gísladóttir
Svo lengi sem við lifum – Júlíana Lára Steingrímsdóttir
IceGuys – Sigrún Ásta Jörgensen

Barna- og unglingaefni
Akademíurnar

Hvítar lygar
Krakkaskaupið 2023
Sögur – verðlaunahátíð barnanna 2023
Stundin okkar – Bolli og Bjalla

Sjónvarpsmanneskja ársins
Viktoría Hermannsdóttir – Hvunndagshetjur II

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir – Okkar á milli
Berglind Pétursdóttir – Vikan með Gísla Marteini 2023
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir – Tvíburar
Chanel Björk Sturludóttir – Mannflóran

Hljóð ársins
Stormur – Gunnar Árnason

Afturelding – Rune Klausen, Sebastian Vaskio
Framkoma: 4. sería – Brynjar Unnsteinsson
Idol 2023 – Sigurður Ingvar Þorvaldsson
Venjulegt fólk:  6. sería – Birgir Örn Tryggvason

Klipping ársins
Stormur – Heimir Bjarnason & Sævar Guðmundsson

Afturelding – Kristján Loðmfjörð
Svo lengi sem við lifum – Valdís Óskarsdóttir, Guðlaugur Andri Eyþórsson, Sigurður Eyþórsson
Skaginn – Logi Ingimarsson
Idol 2023 – Fannar Scheving Edvardsson

Kvikmyndataka ársins
Baklandið 2 – Anton Smári Gunnarsson

Kanarí 2 – Hrafn Garðarsson, Margrét Vala Guðmundsdóttir
Afturelding – Jakob Ingimundarson, Ásgrímur Guðbjartsson
Svo lengi sem við lifum – Árni Filippusson
Venjulegt fólk: 6. sería – Jóhann Máni Jóhannsson

Tónlist ársins
Ævintýri Tulipop – Gísli Galdur Þorgeirsson, Máni Svavarsson

Kanarí 2 – Salka Valsdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Jóhannes Ágúst Sigurjónsson
Stormur – Jófríður Ákadóttir
Afturelding – Davíð Berndsen
Svo lengi sem við lifum – Kjartan Holm

Heimildaefni ársins
Baklandið 2

Stórmeistarinn
Stormur
Tvíburar
Surtsey: Land verður til

Leikið sjónvarpsefni ársins
Arfurinn minn

Afturelding
Svo lengi sem við lifum
Heima er best
Venjulegt fólk: 6. sería

Frétta- eða viðtalssefni ársins
Okkar á milli

Landinn
Kompás 2023
Kveikur
Kastljós

Sjónvarpsefni ársins
Afturelding

Áramótaskaupið 2023
Heima er best
Heimsókn
IceGuys
Idol
Kviss
Söngvakeppnin
Venjulegt fólk: 6. sería